Ungarnir Ripp, Rapp og Rupp í Andrésblöðunum stunda skátastarf með æskulýðssamtökunum Grænjöxlunum. Samtökin gefa út ótrúlega bók, Grænjaxlabókina, sem inniheldur upplýsingar um nánast allt í heiminum. Getur verið að þessi bók sé snjall spádómur um internetið? 

 

Ungarnir hafa oft bjargað frændum sínum, þeim Andrési Önd og Jóakim Aðalönd, úr hremmingum með því að fletta í þessari bók. Þeir eru einstaklega snöggir að fletta bókinni, hitta alltaf á hárréttu blaðsíðuna, þó að skógarbjörn eða krókódíll sé um það bil að fara að gleypa þá eða þeir séu á hraðri leið til jarðar eftir fall úr flugvél.

 

huey

 

Það er alltaf hægt að treysta á þessa undrabók sem er þó samt nógu lítil til að komast fyrir í bakpokum hinna smávöxnu andarunga. Í Grænjaxlabókinni eru gríðarmiklar upplýsingar um falda fjársjóði, orðabók fyrir öll tungumál heims, sagnfræðiuppflettirit og svo framvegis.

 

scrooge9

 

Bókarinnar var fyrst getið í sögu eftir Carl Barks árið 1954, en hann var skapari flestra íbúa Andabæjar.

 

Teiknarinn Don Rosa, sem gerði ótal óborganlegar ævintýrasögur um Andrés og félaga á tíunda áratugnum, fjallaði um þessa bók í sögu einni. Samkvæmt henni var Grænjaxlabókin upprunnin í bókasafninu forna í Alexandríu í Egyptalandi, og skrifuð af merkum bókavörðum þess. Þessir bókaverðir urðu svo fyrirmynd skátaflokksins Grænjaxlanna sem Ripp, Rapp og Rupp gengu löngu síðar í.

 

Samkvæmt heimildum um hið raunverulega bókasafn í Alexandríu var það stofnað um árið 300 f.Kr. er gjarnan kallað bókasafnið mikla enda mest bókasafn fornaldar, þótt hluti af því hafi skemmst í eldi árið 47 f.Kr. Þá hurfu líklega ómetanlega bækur.

 

Þegar ég las þessar sögur um það bil 10 ára gamall fannst mér möguleikinn að geta flett upp hvaða staðreynd sem er úr litlum hlut framandi. Og ef einhver hefði sagt mér að ég myndi síðar eignast slíkan grip í formi snjallsíma hefði mér fundist það ótrúlegt. En Grænjaxlabókin hefur það nú fram yfir tölvur og síma að það þarf hvorki batterí né neina andskotans nettengingu. Ungarnir geta flett upp í henni í dimmum hellum og afskekktum frumskógum.

 

Umrædd saga Don Rosa, sem á ensku nefnist Guardians of the Lost Librarykom út í tilefni af Ári bókarinnar 1993 í Noregi. Hér eru brot úr henni:

 

lib02

 

lib10

 

lib11

 

lib13