Hér sjáum við heimildarþátt frá 1966 á BBC um ferðir Eiríks rauða og Leifs heppna til Grænlands og Norður-Ameríku. Íslensk-breski sjónvarpsmaðurinn og þýðandinn Magnús Magnússon segir söguna af ferðum norrænna manna til vesturs um 1000.
Norrænufræðingurinn og rithöfundurinn Gwyn Jones kemur einnig fram í þessum ágæta sjónvarpsþætti breska ríkisútvarpsins, sem þrátt fyrir að vera af gamla skólanum er fræðandi og skemmtilegur.