Saddam Hussein, síðar forseti og einræðisherra í Írak, leikur sér með byssu. Hann stríðir Sajida Talfah, eiginkonu sinni, sem virðist reyna að bægja skotvopninu frá þó hún brosi. Myndin er tekin í kringum 1970.

 

Og á myndbandinu hér fyrir neðan sjáum við Uday, son þeirra hjóna, í miðri veislu. Hann situr pollrólegur við veisluborð þangað til þjónn réttir honum AK 47-byssu. Sonur Saddams setur á sig eyrnatappa og skýtur svo úr byssunni.

 

Vídjó

 

Uday, sem lést í innrás Bandaríkjamanna í Írak 2003, var annálaður glaumgosi sem keyrði á ofsahraða á glæsikerrum sínum á götum Bagdad og hélt stórar veislur. En Uday var líka ofbeldismaður sem framdi grimmilega glæpi.

 

Í október 1988 var veisla haldin í Bagdad til heiðurs Suzanne Mubarak, eiginkonu Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. Í miðri veislunni birtist Uday ofurölvi og réðst á Kamel Hana Gegeo, aðstoðarmann föðurs sín. Uday myrti hann með hníf fyrir framan skelfingu lostna veislugestina. Saddam lét fangelsa son sinn eftir þetta en hann slapp fljótlega úr prísundinni. Uday varð síðar formaður knattspyrnu og ólympíusambands Írak. Þar pyntaði hann íþróttamenn sem stóðu sig ekki vel á mótum.

 

Uday lést ásamt bróður sínum Qusay í árás bandarískrar hersveitar á hús þeirra í Mósul í Írak í júlí 2003.

 

YSQf7Mr

Byssur Udays á safninu US Army JFK Special Warfare Center and School Museum í Fort Bragg, Norður-Karólínu.

uday-hussein-cars

Glæsikerrur Udays.

 

slide05

Saddam og Saijda í barnaafmæli.

 

 

Unnews_saddam_rifle

Saddam skaut oft úr riflum á opinberum samkomum.

 

SADDAM AMERICAS VILLAIN

 

 

Að síðustu sjáum við Saddam með eldflaugavörpu frá stríði Írana og Íraka á níunda áratugnum.

Að síðustu sjáum við Saddam með eldflaugavörpu frá stríði Írana og Íraka á níunda áratugnum.