Vídjó

Sumarið 1964 kom Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar til Íslands. Hér sjáum við skemmtilega litmynd frá heimsókninni þar sem hann sést meðal annars á svölum Alþingishússins ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta Íslands. Prinsinn veifar til pöpulsins að breskum kóngasið.

 

Muna lesendur eftir þessari heimsókn? Leynast þeir kannski í myndskeiðinu? Segið okkur frá.

 

Myndskeiðið er geymt hjá breska filmusafninu British Pathé sem Lemúrinn hefur grúskað töluvert í.