Orson Welles spratt ungur fram í sjónarsviðið 30. október 1938 með flutningi sínum á útvarpsleikritinu War of the Worlds.
Við tók glæstur kvikmyndaferill hjá honum bæði sem leikari og leikstjóri en tæpri hálfri öld síðar, í viðtali febrúar 1983, lét hann hafa þetta eftir sér:
„Var eitthvað sem ég lét ógert í útvarpinu? Útvarpið elskaði ég mest allra miðla. Þessi undursamlegi fiðringur í manni yfir hvað gæti gerst í beinni. Þegar allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis.“
Orð að sönnu, því um þrettán árum fyrr hafði hann tekið upp auglýsingu fyrir frosnar baunir frá Findus á vegum breska auglýsingafyrirtækisins J. Walter Thompson. Það gekk hinsvegar ekki snuðrulaust fyrir sig og afraksturinn hefur vakið miklu lukku allt síðan þá en hér er hægt að hlusta á Orson Welles og upptökustjórana takast á:
Þetta var þó ekki eina skiptið sem hann lenti upp á kant við auglýsingaframleiðendur. Hér má sjá misheppnaðar tökur á auglýsingu fyrir Paul Masson Mountain Winery: