Bandaríski bakarameistarinn Caitlin Freeman er snillingur. Hún starfar á kaffihúsinu Blue Bottle Café sem er staðsett í MoMA (Museum of Modern Art) í San Francisco og finnst það einstaklega gaman.

 

Freeman hefur nefnilega tekist að færa sér vinnuumhverfi sitt í nyt, með því að sameina áhuga sinn og ástríðu fyrir bæði 20. aldar myndlist og matreiðslu. Í fyrra gaf hún út bókina Modern Art Desserts, þar sem búið er að safna saman myndum og uppskriftum af listrænum og gómsætum afrakstri síðustu ára á Blue Bottle Café.

 

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá hvernig Freeman fer að því að framreiða Mondrian-köku, byggða á Composition-verkum hollenska listmálarans Piet Mondrian – sem var leiðandi í De Stijl-hreyfingunni. Ef eitthvað er að marka Freeman þá ætti hver sem er að geta framreitt þessa glæsilegu köku!

 

 

Freeman spreytir sig einnig á fleiri réttum, sem sækja innblástur sinn í jafn ólíka listamenn og Fridu Kahlo, Henri Matisse og Robert Ryman.

 

Hægt er að panta bókina á heimasíðu Caitlin Freeman.

 

Að lokum má sjá eitt af meistaraverkum Mondrians til samanburðar.

 

Composition with Yellow, Blue, and Red, 1937–42.

Composition with Yellow, Blue, and Red, 1937–42.