Mynd þessi var tekin í Rukajärvi í Austur-Karelíu í nóvember 1942. Hún sýnir finnskan hermann taka sovéskan njósnara af lífi með byssu. Sovétmaðurinn hlær og mætir örlögum sínum með bros á vör. Hvað á maður annars til bragðs að taka á svona stundu?
Þess ber að geta að myndin er ekki úr Vetrarstríðinu, heldur frá þeim tíma er Finnland var gengið í lið með Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld — í framhaldsstríðinu svokallaða. Finnarnir tóku þá meðal annars þátt í umsátrinu um Leníngrad, sem kostaði um milljón sovéska borgara lífið. Af pólitískum ástæðum gerði Finnska varnarmálaráðuneytið myndir af aftökum frá þessum tíma ekki aðgengilegar almenningi fyrr en árið 2006.