Óvenjuleg auglýsingabrella skók þjóðina í lok nóvember árið 1995. Þar sem nú eru liðin um 18 ár frá þessum merka atburði í Íslandssögunni rifjar Lemúrinn hann upp. Jú, rétt. Þetta var að sjálfsögðu þegar GSM-verslunin Anton Skúlason í Austurveri bauð almenningi ókeypis GSM-síma gegn því að mæta nakinn í verslunarmiðstöðina.
GSM-símar þóttu mikil munaðarvara þegar þeir litu fyrst dagsins ljós í kringum 1994. Símtækin voru óhemju dýr og ekki á færi allra. Þessi auglýsing, sem birtist í Helgarpóstinum föstudaginn 30. nóvember 1995 vakti því mikla athygli:
Á mánudeginum birtust 20 naktir karlmenn í Austurveri og þeir voru myndaðir í bak og fyrir af ljósmyndurum blaða og myndatökumönnum sjónvarpsstöðva. Mikill fjöldi forvitinna borgara var viðstaddur þessa uppákomu. Athygli vakti að aðeins þeir tíu fremstu sem stóðu naktir í kuldanum fengu ókeypis GSM-síma.
Mikil óánægja var með þetta á meðal þeirra 10 sem engan gemsa fengu. Starfsmenn búðarinnar vísuðu þá í auglýsinguna. Þar hafði staðið að naktir búðargestir fengju gefins „síma“ og hvergi hefði verið minnst á neina farsíma. Var óheppnu strípalingunum boðið að þiggja venjulega heimasíma í staðinn. „Enginn neyddi þá til að gera þetta,“ sögðu starfsmennirnir. En lögreglan rannsakaði málið.
Helgarpósturinn fagnaði þessari uppákomu og hrósaði versluninni fyrir að „bjarga gúrkutíðinni“.
En skiptar skoðanir voru á málinu, eins og fram kemur í samtölum við vegfarendur í Helgarpóstinum: