The Shining er ein magnaðasta hryllingsmynd allra tíma. Fyrir það fyrsta þá er hún byggð á sögu eftir hrollvekjumeistarann Stephen King (sem reyndar var ekkert sérstaklega ánægður með útkomuna) en það sem hún hefur fram yfir allar aðrar hryllingsmyndir er að leikstjóri myndarinnar var einhver rómaðasti leikstjóri sögunnar, fullkomnunarsinninn Stanley Kubrick.

 

Shining er miklu meira heldur en hryllingsmynd. Í meðförum Kubrick varð til ótrúlega góð kvikmynd. Þegar maður sér hana í fyrsta skipti setur að manni hroll. Hún er virkilega drungaleg og ógnvekjandi, en þegar maður kemst yfir hryllinginn áttar maður sig á dýpt myndarinnar.

 

Margir hafa eytt gríðarlegum tíma og lagt mikla vinnu í að túlka myndina og reyna að greina í henni boðskap og skilaboð. Ber þar helst að nefna heimildarmyndina Room 237 og vefsíðuna The Overlook Hotel en umsjónarmaður hennar er Lee Unkrich sem er sennilega best þekktur fyrir að leikstýra Toy Story 3 og fleiri góðum teiknimyndum.

 

Lemúrinn mælir hiklaust með að áhugasamir aðdáendur Shining heimsæki þá síðu en þar er heill hafsjór af fróðleik um myndina og margskonar annað efni tengt henni, eins og þessi 8-bit stuttmyndaútgáfa af henni:

 

Vídjó

 

En á meðan Shining var tekin upp var önnur kvikmynd gerð samhliða, Making of the Shining. Höfundur hennar er engin önnur en Vivian Kubrick, dóttir Stanley Kubrick, sem þá var aðeins 17 ára gömul. Myndin er aðgengileg í heild sinni á vefsíðunni Top Documentary Films. Af þessum sökum hefur ótrúlega vel verið haldið utan um framleiðsluferli The Shining og Lemúrinn birtir hér nokkrar skemmtilegar ljósmyndir sem teknar voru á bakvið tjöldin og varpa nýju og léttvægu ljósi á annars afar drungalega kvikmynd.

 

Jack Nicholson ferskur á settinu.

Jack Nicholson ferskur á settinu.

 

Kubrick og Shelley Duvall. Kubrick lagði sig allan fram við að vera leiðinlegur við Shelley á meðan á tökum stóð og bað starfsliðið að gera slíkt hið sama til þess að hjálpa henni að komast í karakter. Þarna virðist þó fara ágætlega á með þeim.

Kubrick og Shelley Duvall. Kubrick lagði sig allan fram við að vera leiðinlegur við Shelley á meðan á tökum stóð og bað starfsliðið að gera slíkt hið sama til þess að hjálpa henni að komast í karakter. Þarna virðist þó fara ágætlega á með þeim.

 

Við tökur á magnþrungnu atriði. Á bakvið tjöldin er meira að gerast en margan grunar.

Við tökur á magnþrungnu atriði. Á bakvið tjöldin er meira að gerast en margan grunar.

 

pv4eOvE

Hótelið í myndinni er ekki til í alvörunni (enda myndi sennilega enginn vilja gista þar eftir að hafa séð hana). Hér sést framhliðin sem byggð var fyrir myndina. (Stephen King fékk engu að síður innblásturinn að sögunni á alvöru hóteli sem nefnist The Stanley Hotel http://en.wikipedia.org/wiki/The_Stanley_Hotel)

 

rRbdP1Hh

Tökulið myndarinnar eyddi rúmum mánuði í að taka skot fyrir opnunaratriði myndarinnar, flest þeirra tekin úr þyrlu. Þegar á hólminn var komið notaði Kubrick ekki nema brot af efninu. Hér sjást þrír meðlimir úr tökuliðinu klæddir eins og Torrance fjölskyldan.

 

gteSIbdh

Hið kuldalega lokaatriði var sennilega ekkert svo kalt þegar það var tekið upp, enda snjórinn plat. Hér sést hvernig Nicholson var skorðaður af til þess að tryggja að hann sæti grafkyrr í snjónum.

 

Starfsmaður á plani.

Starfsmaður á plani.

 

xx0Pee4

Stund á milli stríða.

34c4oNk

Gerviblóðsúthellingar.

TakkNne

Leikarinn ungi Danny Lloyd.

1VnkfkBh

Einbeiting.

PY1TGY9

Danny rólar í búnaðinum.

Usi18xM

Snillingarnir ungu sem léku Grady-systurnar.

Oq0TzZJh

 

Það er eiginlega ekki hægt að enda umfjöllun um The Shining án þess að rifja upp þegar Fóstbræður gerðu sína útgáfu af sennilega þekktasta atriði myndarinnar:

Vídjó