Íbúar smáeyjunnar Big Major Cay á Bahamaeyjum lifa frjálsu og áhyggjulausu lífi – liggja mestanpart dagsins á ströndinni, sleikja sólina og baða sig í kristalstærum sjónum. Eyjarskeggjarnir eru þó ekki menn heldur alisvín, sem lagt hafa eyjuna undir sig.
Enginn veit hvaðan svínin koma eða af hverju þau eru niðurkomin á þessari eyju. Mennskir íbúar nálægra eyja hafa lagt það í vana sinn að gefa þeim matarbita af og til og því eru þau sérstaklega hænd að mönnum. Ef skúta eða bátur nálgast eyjuna þeirra synda svínin af stað til að taka á móti gestinum og sníkja af honum mat.
Ljósmyndir eftir Cdorobek.