Hvaða borg er þetta? Á sumum myndum minnir hún á Gotham, borg Batman, á öðrum á París. Ljósmyndarinn Horacio Coppola tók myndirnar sem við sjáum hér í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, árið 1936. Þær þykja í dag einar merkustu perlur argentínskrar ljósmyndasögu.

 

Horacio Coppola fæddist árið 1906 í Buenos Aires. Hann var sonur ítalskra innflytjenda. Á unglingsárunum fiktaði hann við myndavélar og ljósmyndir með bróður sínum en smám saman fór þessi listgrein að vera honum hugleiknari. Árið 1931 hélt hann til Evrópu og bjó í Þýskalandi í nokkur ár. Þar lærði hann við hinn sögufræga Bauhaus-skóla sem Walter Gropius stofnaði, en Coppola naut leiðsagnar kennara á borð við Ludwig Mies van der Rohe. Árið 1933 lokuðu nasistar Bauhaus-skólanum.

 

Coppola sneri heim til Argentínu og tók árið 1936 stórmerkilega röð ljósmynda af Buenos Aires. Þær voru hluti af sýningu sem haldin var í tilefni 400 ára afmælis borgarinnar.

 

„Augun sem sáu heila öld“: Þannig var argentínska ljósmyndaranum Horacio Coppola (1906-2012) líst.  Mynd af honum níræðum árið 1996.

„Augun sem sáu heila öld“: Þannig var argentínska ljósmyndaranum Horacio Coppola (1906-2012) lýst. Mynd af honum níræðum árið 1996.

 

Þetta eru þær myndir sem við sjáum hér. Linsunni er beint að fjölförnum stöðum sem allir þekkja en með nýju sjónarhorni. Verkið snýst um meira en einfalda skrásetningu og lætur áhorfandann velta fyrir sér stöðunum og lífinu á þeim.

 

Lengst af var nafn Horacio Coppola ekki sérlega þekkt utan Argentínu. En seint og um síðir fóru verk hans að birtast á sýningum úti í heimi og í bókum. Og um 2000, þegar Coppola var á tíræðisaldri, var svo komið að ljósmyndir hans voru sýndar og seldar um allan heim.

 

Hann lést 105 ára gamall, hvorki meira né minna, árið 2012 í Buenos Aires.

 

9

 

10_1089

 

10_1106

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Avenida_de_Mayo_casi_esquina_Perú

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Avenida_de_Mayo_entre_Perú_y_Bolívar

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Chile_y_Balcarce

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Florida_1

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Florida_2

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Florida_y_Corrientes

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Perú_y_Diagonal_Sur

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Plaza_de_la_República

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Vidriera_en_Sarmiento_y_Suipacha

 

Horacio_Coppola_-_Buenos_Aires_1936_-_Vuelta_de_Rocha

 

Horacio-Coppola1

 

tumblr_m6bnzltVG41qhby6so1_1280