Lemúrinn hefur áður birt merkilegar litmyndir franska ljósmyndarans Jules Gervais-Courtellemont af skrautklæddum frönskum hermönnum við Marne í heimstyrjöldinni fyrri. Til þess að framkalla litmyndir beitti hann svokallaðri „autochrome“ tækni, sem var þá nýleg uppfinning.
Gervais-Courtellemont tók ekki bara litmyndir við Marne heldur einnig við Verdun, sem var blóðugasti vígvöllur fyrri heimsstyrjaldar. Mánuð eftir mánuð létu stórskotalið Frakka og Þjóðverja milljónir tonna af sprengjum rigna á óvininn og „tætarinn mikli“ batt enda á líf sjö hundruð þúsund ungra manna á innan við ári.
Litmyndir þessar birtust fyrst í bókinni Les champs de bataille de Verdun [PDF] (ísl. Vígvellirnir við Verdun) árið 1917. Sumar ljósmyndirnar birtast hér í fyrsta skipti á veraldarvefnum.
Árbakkinn í Verdun. Húsin við bryggjuna hafa verið eyðilögð af stórskotahríð.
Miðbær Verdun.
Nivell hershöfðingi, yfirmaður 2. herdeildar Frakka við Verdun.
Pétain marskálkur, yfirmaður hersins við Verdun. Pétain vann síðar með nasistum og var yfirmaður Vichy-leppríkis Þjóðverja á tímum seinni heimsstyrjaldar.
Stórskotalið hefur gjörsamlega sprengt í tætlur þennan vígvöll nálægt Verdun.
Franskir hermenn virða fyrir sér engin við ána Meuse.
Franskir hermenn við æfingar.
Franskir hermenn við æfingar.
Handsprengjuæfingar í skotgröfum.
Örbrota-handsprengjan, nýtt vopn í fyrri heimsstyrjöld.
Stórskotaliðar hlaða fallbyssu.
Fallbyssur faldar með gróðri.
Stórskotaliðið kemur sér fyrir í skóginum.
Frönsk fallbyssa.
Bílstjórar og flutningamenn, ,,hetjur vegarins“, sáu frönskum hermönnum fyrir birgðum. Baráttan um Verdun sýndi yfirburði bifreiðaflutninga, en Þjóðverjum gekk talsvert verr að skipuleggja birgðaflutninga sína með lestum.
Svona trukkar tryggðu birðga- og fólksflutninga til og frá Verdun út 1916.
Eyðilegging í gamla bænum í Verdun.
Yfirsýn yfir borgina.
Gaddavírar og rústir.
Kirkjan í Verdun, illa farin eftir sprengjurnar.
Kirkjan í Verdun, þakið hefur verið sprengt af henni.
Hús óbreyttra borgara gjörsamlega eyðilögð.
Fleiri rústir.
Flugvélarnar sem Frakkar notuðu í orustunni.
Rústir Clermont-en-Argonne.
Kaþólska kirkjan aðstoðar franska herinn.
Vígvöllurinn vinstra megin við ána Meuse.
Stórskotaliðsbyssur franska hersins.
Franskir hermenn í skotgröfunum.
Yfirlit yfir árbakkann úr byssuhreiðri.
,,Vellir dauðans.“
Lestarstöð skammt frá Verdun.
Moulainville-virkið hefur verið illa sprengt.
Lofskip á jörðinni. Loftskip voru notuð í fyrri heimsstyrjöldinni bæði til njósna og sprengjuvarps.
Birgðaflutningar og fleira.
Herspítali nálægt vígvellinum.
,,Vígvellirnir miklu.“
Hermennirnir í Souville-virkinu.
Sjúkraliðið.
Kirkjugarðarnir. Um 350 þúsund Frakkar létu lífið við Verdun.
Vígvellirnir við Verdun, myndir beint í lit.
Forsíða bókarinnar.