Í sýningarskála General Motors á heimssýningunni í New York árið 1964 mátti finna sýningu sem sýna átti þær tækninýjungar sem biði mannkynsins í nánustu framtíð.
Gestum sýningarinnar var boðið að sitja í sætum sem fest voru á teina og þeim rennt um sýningarsalinn. Rödd hljómaði svo úr hátalara sem var í höfuðpúðanum og lýsti því sem sýningin hafði að bjóða.
Sýningin spáði meðal annars fyrir: Nýlendum á sjávarbotni, neðansjávarhótelum, einskonar neðansjávarglerkúlubílum, frumskógarborgum, vélum sem fella tré með leysigeislum, vegavinnutækjum á fimm hæðum sem í senn jafna jarðveginn og byggja hraðbrautir, borgum á heimskautasvæðunum sem risastórar glerhvelfingar hylja til verja íbúa þeirra fyrir kuldanum.
Heimildarmynd frá 1964 um sýninguna
Tengdar greinar:
Pallborðsumræður árið 1971: Hvernig verður Ísland árið 2000?