Vídjó

Bonnie Parker og Clyde Barrow — Bonnie og Clyde — eru með þekktustu glæpamönnum bandarískrar sögu.

 

Bankarán þeirra og morð ásamt Barrow-genginu á árunum 1931-1934 fönguðu snemma athygli almennings þar í landi. Á þessum árum ferðuðust þau um Bandaríkin, rændu tólf banka og urðu fjórtán manns að bana, þar af níu lögreglumönnum. Bandaríska pressan dróg upp rómantíska mynd af sambandi þessara harðsvíruðu útlaga, sérlega eftir að blaðamenn komust yfir ljósmyndir af þeim á ferðum sínum um landið.

 

Langi armur laganna hafði loks uppi á parinu þann 23. maí 1934 í Louisiana-fylki í Suðurríkjunum. Sex löggæslumenn sátu um þau á afskekktum sveitavegi og skutu Ford-bifreið þeirra gjörsamlega í tætlur.  Myndskeiðið hér að ofan var tekið nokkrum mínútum eftir að skothríðinni lauk.

 

Ævintýri Bonnie og Clyde urðu svo efni í geysivinsæla samnefnda kvikmynd Arthurs Penn árið 1967, þar sem Faye Dunaway og Warren Beatty fóru með hlutverk tvíeykisins.

 

Hér að neðan sjáum við nokkrar þekktar myndir af parinu á sínu skelfilega ferðalagi.

 

Bonnie Parker og Clyde Barrow. Mynd þessi var sérlega vinsæl hjá bandarísku pressunni.

 

Bonnie Parker með skambyssu og vindil. Reyndar reykti hún Camel-sígarettur og ekki er vitað til þess að hún hafi beitt skotvopni á glæpaferli þeirra skötuhjúa.

 

Bonnie Parker við bifreið.

 

Bonnie beinir haglabyssu að Clyde í þessari sviðsettu mynd.

 

Löggæslumennirnir sex sem urðu parinu að bana.

 

Plakatið fyrir kvikmyndina um Bonnie og Clyde frá 1967, með glæsiparinu Warren Beatty og Faye Dunaway.