Abdelkahar Belhadj, sjö ára gamall sonur alsírska íslamistans Alís Belhadj, ávarpar hér fjöldann árið 1991.
Front Islamique du Salut, íslamistaflokkur Alsírs, var þá undir stjórn föður hans. Flokkurinn átti stóran þátt í blóðugri borgarastyrjöld sem braust út þar í landi 1992 og stóð fram til ársins 2002.
Ungi drengurinn er nú látinn. Árið 2006 gerðist hann meðlimur í AQIM, Norður-Afríkuvæng Al-Kaída samtakanna, og var skotinn til bana af alsírskum öryggissveitum í júlí 2011. Hann var þá á leiðinni til höfuðborgarinnar með það fyrir stafni að taka þátt í sprengjutilræði.
Tengdar greinar: Fjögurra ára gamall eldklerkur.