Brasilíski arkitektinn Oscar Niemeyer er látinn 104 ára. Eins og fram kom á Lemúrnum var hann aðalarkitekt Brasilíuborgar, nýrrar höfuðborgar Brasilíu sem byggð var á hásléttu á sjötta áratugnum.

 

Niemeyer var þekktur fyrir mjúkar línur og boga í hönnun sinni. Í sjálfsævisögu sinni Bogar tímans gerði hann grein fyrir ást sinni á bogum og sveigðum línum í ljóði:

 

LJÓÐIÐ UM BOGANN

Hvorki rétt horn né beinar línur (harðar og ósveigjanlegar,
af mönnum gerðar) höfða til mín.
Það sem höfðar til mín ert þú, boginn, frjáls og lostafullur.
Boginn sem ég finn í fjöllum lands míns,
í krókóttum fljótum lands míns,
á skýjunum á himninum,
í öldunum í hafinu,
í líkama uppáhaldskonunnar.
Alheimurinn allur er gerður úr bogum.
Beygði alheimurinn hans Einsteins.

 

Luciano Dutra þýddi úr portúgölsku.

 

Nýlistasafnið í Niteroi, eitt frægasta verk Niemeyers.