Þessi auglýsing frá RÚV, DV, Símanum og Toyota birtist í DV hinn 31. maí 1999 eftir að Selma Björnsdóttir hafði náð glæsilegum árangri í Eurovision. Enginn efast um að Selma er hæfileikarík en í auglýsingunni er fullyrt að Íslendingar séu á miklu hærra menningarstigi en aðrar Evrópuþjóðir. Var þetta grín eða alvara?