Heimspekingurinn Sókrates hefur verið sýknaður fyrir dómstóli í Aþenu. Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla stuðningsmenn hans, þó að sýknunin komi aðeins of seint, enda var Sókrates tekinn af lífi margt fyrir löngu.
„Sókrates er illvirki sem spillir ungviðinu, og hann trúir ekki á guði ríkisins, og hann trúir á ný goðmögn sem hann sjálfur hefur skapað.“ Þannig hófust hin frægu málaferli yfir Sókratesi í Aþenu, sem enduðu með aftöku hans með eiturblöndu árið 399 fyrir Krists burð.
Sókrates er einn umtalaðasti maður sögunnar og er óhætt að segja að hann hafi haft samúð sögunnar vegna óréttlætis í málaferlunum.
BORGRÍKIÐ AÞENA
gegn
SÓKRATES
25. maí 2012
Dómur:
Lord Justice Richard Aikens, dómari, meðlimur Court of Appeal of England and Wales (Bretlandi)
Sophie-Caroline De Margerie, meðlimur Conseil d’Etat (Frakklandi)
Pierre Delvolvé, meðlimur Académie des sciences morales et politiques (Frakklandi)
Dr. Giusep Nay, Dr. iur., fyrrum forseti hæstarréttar í Sviss (Sviss)
Loretta Preska, yfirdómari í Southern District of New York (Bandaríkjunum)
Anna Psarouda-Benaki, prófessor emerita í refsirétti, fyrrum forseti gríska þingsins (Grikklandi)
Vasileios Rigas, fyrrum varaforseti hæstaréttar í Grikklandi (Grikklandi)
Sir Stephen Sedley, meðlimur Court of Appeal of England and Wales (Bretlandi)
François Terré, meðlimur Académie des sciences morales et politiques (Frakklandi)
Harm Peter Westermann, lagaprófessor, Háskólinn í Tübingen (Þýskalandi)
Lögmenn borgríkis Aþenu:
Professor Ilias Anagnostopoulos, kennari í refsi- og réttarvísindum (Háskólanum í Aþenu), og hæstaréttarlögmaður (Grikklandi)
Dr. Anthony Papadimitriou, málaflutningsmaður, forseti Onassis Foundation (Grikklandi)
Lögmenn Sókratesar:
Michael Beloff, QC, málaflutningsmaður (Bretlandi)
Patrick Simon, málaflutningsmaður (Frakklandi)
Nú – 2500 árum síðar – hefur mál hans verið tekið upp að nýju, en að vísu ekki hjá löggildum dómstól. Menningarstofnun Onassis í Aþenu safnaði saman stjörnuliði lögfróðustu manna í Evrópu til að endurmeta réttarhöldin. 10 manna dómstóll komst að ólíkri niðurstöðu í þetta skipti, Sókrates var sýknaður, en þó aðeins vegna jafnteflis dómenda 5-5. Áhorfendur réttarhaldanna fengu líka að dæma, þar var niðurstaðan allt önnur: 5 vildu dæma Sókrates sekan en 584 sýkna.
MEÐ SÓKRATES eða MEÐ AÞENU?
Niðurstaða dómsins:
5 kusu með Sókratesi og 5 með Aþenuborg.
Niðurstaða áhorfenda:
584 kusu með Sókratesi og 5 með Aþenuborg.
Almenningur heima í stofu gat einnig kosið í málinu með þessum spurningalista:
SPURNINGALISTI og niðurstöður
1. Var Aþena lýðræðisleg borg á tímum Sókratesar þar sem allir höfðu málfrelsi?
47% (1.061) svöruðu JÁ
53% (1.166) svöruðu NEI
2. Voru ákærurnar á hendur Sókratesi réttmætar eða áttu þær sér pólitískar rætur?
11% (245) svöruðu JÁ , ÞÆR VORU RÉTTMÆTAR
89% (1.982) svöruðu NEI, ÞETTA VORU PÓLITÍSK RÉTTARHÖLD
3. Sókrates var
52% (1.157) svöruðu (a) hugsjónamaður
56% (1.240) svöruðu (b) aristókrati hugans
22% (481) svöruðu c) lýðræðissinni
24% (534) svöruðu (d) kaldhæðinn maður
3% (61) svöruðu (e) svartsýnn maður
4. Sókrates
(a) var fórnarlamb eigin málfrelsis: 73% (1.625)
(b) var andlegur leiðtogi aþenskra óligarka: 12% (272)
c) ákvað að deyja: 15% (330)
5. Almenningur telur að Sókrates sé saklaus. Ef þú fengir í hendur óvéfengjanlegar sannanir fyrir að Sókrates var leiðtogi óligarka í Aþenu sem kom á fót einræðinu sem myrti 1800 manns á níu mánuðum og lét Aþenu í té Spartverja, myndir þú skipta um skoðun hvað sakleysi hans varðar?
66% (1.470) svöruðu JÁ
34% (757) svöruðu NEI
6. Hver af þessum ákærum gegn Sókratesi höfðu mest gildi?
Hann var trúleysingi: 43% (950)
Hann spillti ungviðinu: 16% (359)
Hann virti að vettugi lýðræðisstofnanir Aþenu: 47% (1.049)
Hann lét ungt fólk snúast gegn lýðræðinu: 18% (398)
Gagnrýninn maður
„Sókrates var gagnrýninn á kenningarnar bakvið þjóðfélagsskipan og siðferði, en hann var löghlýðinn maður, úrvals bardagamaður þegar til þurfti, og fylgdi af fullum heilindum eigin sannfæringu um réttlæti og lög. Til að mynda á meðan lýðræðið ríkti í Aþenu, stóð hann einn gegn því að lög væru samþykkt sem voru í mótsögn við stjórnarskrána. Síðar, eftir að lýðræðið í Aþenu hafði fallið og harðstjórn tekið völdin, hlýddi hann ekki skipunum og neitaði að taka þátt í handtöku og dauða saklauss manns. Eftir að harðstjórnin féll síðar og lýðræðið var tekið upp á ný, var Sókratesi af sumum kennt um að hafa komið hugmyndum gegn lýðræði inn í höfuð ungdómsins. Hann var ákærður og dæmdur til að drekka úr eiturbikar, sem dró hann til dauða.“ (Vísindavefurinn).
Þrjú rit Platons um Sókrates voru gefin út undir nafninu Síðustu dagar Sókratesar (sem geymir meðal annars hina frægu Málsvörn Sókratesar) hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi, en Þorsteinn Gylfason og Sigurður Nordal þýddu af mikilli natni.
Hér er hægt að horfa á réttarhöldin á ensku (bíða þarf í tvær mínútur áður en þau hefjast):