Ekki þarf að orðlengja að húskettir eru vinsælar skepnur. Raunar er talið að tegundin, sem á fræðimáli heitir felis catus, sé algengasta gæludýr veraldar og samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) eru 220 milljónir katta í veröldinni.

 

Um 1870 virðast menn fyrst hafa byrjað að taka fyndnar ljósmyndir af köttum – listform sem líklega hefur aldrei verið vinsælla en nú í dag.

 

Brautryðjandinn í þessum efnum var enski ljósmyndarinn Harry Pointer frá Brighton. Hann varð kunnur fyrir myndaseríur í carte-de-visite stíl, en það voru ódýrar týpur af ljósmyndum sem seldar voru sem nokkurs konar gjafavörur og líktust póstkortum.

 

Pointer tók í fyrstu hefðbundnar myndir af sofandi köttum eða kisum að lepja mjólk. En um og eftir 1870 breytti ljósmyndarinn til og fór að beita meiri kímni við vinnu sína og tók til dæmis myndir af köttum í mannlegu samhengi: af kisum á þríhjólum, rúlluskautum o.s.frv.

 

Þessar seríur voru þekktar sem Brighton kettirnir og, sé miðað við heimildir, náðu þær miklum vinsældum í Bretlandi á sinni tíð, en Pointer hafði árið 1884 gefið út 200 ljósmyndir sem seldar voru um allt land.

„Very many happy returns of the day“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flink kisa á rúlluskautum.

 

 

„The Compliments of the Season“

 

„Five o’clock Tea“

 

 

„Bring up the dinner Betsy“

 

„Ljósmyndarinn“

 

 

Ljósmyndarinn sjálfur, Harry Pointer, og þrír kettir. Mynd frá 1880.

Heimild: /www.photohistory-sussex.co.uk/