Kisugæla

 

Kisa margan kætir,

kisa mýsnar grætir,

kisa bæinn bætir,

bezt sín kisa gætir.

 

Hárið þétt og hér með slétt

hún sitt sjaldan vætir.

Með nipra rófu og netta brá

um nætur allvel kann að sjá.

 

 

Ófrið brá sér öllum frá,

eru það kostir mætir.

Þótt tíðum gangi til og frá,

tifar nett í hverja krá,

svo hennar má ei heyra stjá,

hún þó mýs uppræti.

 

 

Ekki grætir, ei tætir.

Tíðum sprangar leiðir langar,

leitar vítt um stræti,

ef fugla fangað gæli,

svo forðist sultarlæti.

 

– Æskan, nóvember 1924.