Vídjó

Þegar rokkið kom til Tyrklands á sjötta áratugnum fóru margir þarlendir tónlistarmenn að fikta við að aðlaga þessa nýju hljóma að tyrkneskri tónlistarhefð. Afraksturinn varð tónlistarstefnan Anatólíurokk, blanda af rokki og tyrkneskum þjóðlögum sem nýtur mikilla vinsælda enn í dag. Anatólíurokkarinn Barış Manço (1943-1999) er óumdeilanlega einn mesti töffari tyrkneskrar tónlistarsögu. Lagið heitir Ben bilirim og birtist í kvikmyndinni Baba bizi eversene árið 1975.