Samkvæmt saraþústratrú, hinum fornu trúarbrögðum Persa, er mannslíkaminn óhreinn eftir andlátið. Það þykir því ekki við hæfi að óhreinka jörðina með því að grafa lík í jörðu. Í stað þess á að koma líkum fyrir í sérstökum opnum turnum langt frá mannabyggðum, sem kallaðir eru dakhma eða þagnarturnar. Veður, vindar og hrægrammar taka svo til sín líkamsleifarnar.
Ekki eru lengur nógu margir iðkendur saraþústratrúar eftir í Írans til þess að hægt sé að halda úti þagnarturni, í stað þess eru grafir þeirra fóðraðar með steinum eða steypu svo að líkamsleifarnar komist ekki í tæri við jarðveginn.
Þessi mynd er innan úr eina þagnarturninum sem enn er í notkun, fyrir utan Mumbai í Indlandi. Þar búa um 70.000 afkomendur saraþústratrúaðra sem flúðu ofsóknir íslamskra yfirvalda í Íran á tíundu öld.