Tveir hermenn stilla sér upp við vegarkant í Kampala, höfuðborg Úganda, árið 1936. (Library of Congress.)
Bretland gerði landsvæðið Úganda að nýlendu sinni árið 1888. Bretar stjórnuðu þar fyrst undir merkjum Breska Austur-Afríkufélagsins, og gerðu landið svo að ‘verndarríki’ bresku krúnunnar árið 1894. Landið fékk sjálfstæði árið 1962.