Vídjó

 

Sýrlenska tónskáldið og píanóleikarinn Malek Jandali flytur ásamt Rússnesku filharmóníusveitinni lagið „Frelsi: Sinfónía Qashush„.

 

Jandali er uppalinn í borginni Homs, sem nú sætir stöðugum árásum sýrlenska hersins eftir að borgarbúar voguðu sér að mótmæla ógnarstjórn Bashars al-Assad og kóna hans.

 

Nafn verksins vísar til söngvarans Ibrahim Qashush sem var myrtur með hrottafengnum hætti fyrir þær einar sakir að syngja baráttusöng gegn Sýrlandsstjórn: „Hypjaðu þig, Bashar!“ sem Langtíburtistan hefur áður fjallað um.

 

Í mars í fyrra samdi Jandali samdi lagið „Watani ana“ (Ég er föðurland mitt) og flutti á útifundi til stuðnings sýrlenskum mótmælendum í Washington DC í Bandaríkjunum, þar sem hann er nú búsettur. Nokkrum dögum síðar réðust öryggislögreglumenn heim til foreldra hans í Homs og gengu í skrokk á þeim. Þau komust naumlega lífs af, flúðu land og búa nú með syni sínum í Bandaríkjunum.

 

 

Jandali mun gefa út plötuna Emessa í mars, tileinkaða stríðshrjáðri heimaborg sinni.