Adolf Hitler var mikill barnakarl, þrátt fyrir að honum sjálfum yrði aldrei barna auðið. Hann hélt mikið upp á börn ýmissa undirmanna sinna, eins og hin fögru, arísku börn áróðursmálaráðherrans Jósefs Goebbels. Þessi prúðbúnu börn, sem hér halda í hendur foringjans, eru líklegast einnig afkvæmi háttsettra manna í Nasistaflokknum.

 

Myndin var tekin í 50 ára afmælisveislu Hitlers, sem var haldin þann 20. apríl 1939 í Arnarhreiðrinu, glæsilegum fjallaskála hans í þýsku Ölpunum. Vonandi hefur þessum börnum farnað betur en Goebbels-börnunum — foreldrar þeirra myrtu þau öll sex þegar Rauði herinn nálgaðist Berlín.

 

Hitler bregður á leik við eitt Goebbels-barnanna.