Vídjó

Framúrstefnutónskáldið John Cage kemur hér fram í bandaríska skemmtiþættinum I’ve Got a Secret árið 1960. Þátturinn gekk út á að keppendur áttu að komast að einhverju „leyndarmáli“ gestsins, hinsvegar virðist reglum þáttarins hafa verið ýtt til hliðar fyrir Cage. Þess í stað flytur Cage tónverk sitt Water Walk, sem notast við ýmis hljóðfæri á borð við baðkar, gúmmíönd, blómavasa, vínflösku, útvarpstæki og fleira, áhorfendum í sjónvarpssal jafnt til furðu og kátínu.

 

Flutningur verksins hefst eftir rúmar fimm mínútur, eftir samræður þáttastjórnanda og tónskáldsins.