Þessi ljósmynd af Victor Hugo er tekin þegar meistari franskra bókmennta á ekki langt eftir hérna megin grafar.
Auk þess að taka myndir af merkustu einstaklingum samtíma síns (Baudelaire, Sand, Pasteur, Freud, Monet, Debussy og fleiri) var ljósmyndarinn Félix Nadar fyrsti maðurinn til að taka loftmyndir, sem hann gerði úr loftbelg sínum Le Géant (Risinn).