Vokalno-instrumentalny ansambl (Radd- og hljóðfærasveit) eða VIA var orðfæri notað í Sovétríkjunum yfir popp- og rokkhljómsveitir sem höfðu opinbert leyfi til að koma fram og spila. Öll lýðveldi Sovétríkjanna áttu sínar VIA-sveitir. Yalla var stofnað í Tashkent í Úsbekistan árið 1970. Þeir báru höfuð og herðar yfir aðrar hljómsveitir í Sovétlýðveldinu Úsbekistan í vinsældum og eru því stundum kallaðir „úsbeksku Bítlarnir“. Hér syngja þeir lagið Shahrisabz, um kosti og gæði samnefndrar borgar í austurhluta Úsbekistans.