Górillan og kattareigandinn Kókó syrgir vin sinn Robin Williams

Ein þekktasta vinkona Robin Williams, leikarans frábæra sem nú er fallinn frá, syrgir vin sinn. 

 

Kókó er rúmlega fertug gömul górilla sem býr á rannsóknarstöð í Woodside í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún hefur birst á forsíðum New York Times og fleiri stórblaða, um hana hafa verið gerðar tvær heimildarkvikmyndir og skrifaðar margar bækur.

 

Hún hefur öðlast mikla frægð vegna þess að hún… [Lesa meira]

Robin Williams á bak við tjöldin í gegnum tíðina

Leikarinn Robin Williams (1951-2014) lék í mörgum frábærum myndum á ferlinum. Hér sjáum við hann baksviðs við tökur á sumum… [Lesa meira]

Íslenskir nasistar: „Varist kommúnista og vinnið gegn þeim hvar sem er, það er skylda allra sannra Íslendinga!“

LEMÚRINN komst nýlega yfir þetta merkilega skeyti, sem fannst innan um blaðsíðurnar í gamalli bók á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Í pésanum eru Íslendingar hvattir til að minnast „víkingaeðlis“ síns og láta ekki „skrílmenningu“ kommúnista eyðileggja heiður þjóðarinnar.

 

Ekki er farið sparlega með stóru orðin. Kommúnisminn er sagður gera „menn að villidýrum, sem eingöngu þjóna dýrslegum fýsnum sínum, og að andlegum og líkamlegum aumingjum“. Íslendingar… [Lesa meira]

Marlon Brando leikur George Lincoln Rockwell, bandaríska nasistann sem fór til Íslands

George Lincoln Rockwell (1918-1967) var stofnandi American Nazi Party (bandaríska nasistaflokksins). Hann varð nokkuð þekktur vestanhafs um 1960 vegna öfgakenndra skoðana en varð ekkert ágengt í stjórnmálabaráttu sinni. Hann var myrtur árið 1967 í Arlington í Virginiu. Morðinginn var John Patler, fyrrum meðlimur nasistaflokks Rockwells.

 

Íslendingar þekkja sögu Rockwells vel enda gegndi hann herþjónustu í herstöð Bandaríkjahers í Keflavík árið 1952 og… [Lesa meira]

Hundar, kettir, börn og hús: Ljósmyndir Gunhild Thorsteinsson frá um 1910

Gunhild Augusta Thorsteinsson fæddist á Ísafirði 15. júlí 1878. Hún sigldi árið 1899 til Kaupmannahafnar þar sem hún nam ljósmyndun.

Gunhild Augusta Thorsteinsson ásamt Helgu Johnson, samstarfskonu sinni á ljósmyndastofunni á Hverfisgötu.

Gunhild Thorsteinsson ásamt Helgu Johnson, samstarfskonu sinni á ljósmyndastofunni á… [Lesa meira]

Á bak við tjöldin við tökur á A Clockwork Orange

Þeir sem hafa séð A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick gleyma seint óhugnanlegum senum þar sem gengi ungra fanta pyntar saklaust fólk. Kubrick sendi þessa klassísku kvikmynd frá sér 1971 en hún byggir á samnefndri skáldsögu Anthony Burgess.

 

Sagan fjallar um Bretland í dystópískri framtíð þar sem tómhyggja og ofbeldishneigð einkennir ungar kynslóðir sem alast upp í sjúku samfélagi sem er allt… [Lesa meira]