Stórstjarnan Marilyn Monroe les Ódysseif eftir James Joyce á Long Island í Bandaríkjunum árið 1955. Mynd: Eve Arnold.
Bókavefurinn Druslubækur og doðrantar: „Samkvæmt öruggum heimildum er [myndin] tekin á leikvelli á Long Island um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar af Eve Arnold. Ljósmyndarinn og leikkonan hittust til að taka fremur dæmigerðar myndir af þeirri síðarnefndu. Á meðan myndasmiðurinn tók sér hlé til að skipta um filmu í vélinni greip Marilyn niður í Ulysses eftir James Joyce, sem hún var með í handtöskunni (betra kvenfólk er oftar en ekki með bækur í dömuveskinu), og var svo niðursokkin að Eve Arnold notaði tækifærið og smellti af.“