Valeríj Legasov, efnafræðingur í Tsjernobyl-nefndinni, er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir þáttaröðina um kjarnorkuslysið, þar sem Jared Harris lék hann.
Undir lok ævinnar talaði vísindamaðurinn inn á segulband um upplifun sína á slysinu, en hann var lykilmaður í tæknilegu björgunarstarfi í Tsjernobyl. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á brot úr þessum merkilegu upptökum. Athugið að stilla á CC á YouTube fyrir enska texta.
Við vitum ekki hvort Legasov reykti jafn mikið í raunveruleikanum eins og hann gerði í Chernobyl, þegar hann las inn á hljóðsnældurnar.
Lemúrinn mælir með vandaðri og nýlegri bók: Midnight in Chernobyl eftir Adam Higginbotham. Hér ræðir höfundurinn, sem er blaðamaður hjá New Yorker og fleiri blöðum, um Tsjernobyl-slysið:
Craig Mazin, höfundur leiknu þáttanna, hefur sent frá sér lista með frekara efni um þetta mesta kjarnorkuklúður sögunnar.
Lesefni:
1. Svetlana Alexievich – Raddir frá Tsjernobyl
2. Andrew Leatherbarrow – Chernobyl 1:23:40
3. Piers Paul Read – Ablaze
4. Grigori Medvedev – Sannleikurinn um Tsjernobyl
5. Zhores Medvedev – The Legacy of Chernobyl
6. Iurii Scherbak – Chernobyl: A Documentary Story
7. Gerd Ludvig – The Long Shadow of Chernobyl
Myndir og þættir:
1. Chernobyl 3828
2. Chernobyl – The Severe Days
3. The Voice of Luydmila
4. Surviving Disaster
5. Zero Hour
6. Seconds From Disaster
Hér er svo með myndaalbúm fyrir fróðleiksfíkla: https://imgur.com/a/TwY6q
Leikendur og persónur í þáttaröðinni um Tsjernobyl-slysið.