Besti bíódómur Íslandssögunnar birtist 10. mars 1990 í DV. Gísli Einarsson, síðar kaupmaður í hinni frábæru verslun Nexus, sá stórvirkið „Braddock: Missing in Action III“ með hasarhetjunni og harðhausnum Chuck Norris.
SAIGON, 1975. STRÍÐIÐ BÚIÐ.
„Braddock flýgur. Hrapar fljótlega. Landamæri rétt hjá. Fyrst drepa verði. Fljótgert. Braddock særist mikið. Vondi Víetnaminn kemur. Á stórri þyrlu. Kanar bíða hinum megin, en þora ekki. Braddock þarf ekki hjálp. Lyftir varla byssu, en hittir samt. Braddock er langbestur. Happí endir. Auðvitað.“
Þið getið horft á þessa mynd hér: