Lemúrar, dýrin sem veftímaritið Lemúrinn dregur nafn sitt af, búa aðeins á eyjunni Madagaskar við austurströnd Afríku.

 

Það er þó hægt að komast í návígi við þessar merkilegu verur án þess að ferðast yfir hálfan hnöttinn. Vera Illugadóttir, einn af ritstjórum Lemúrsins, heimsótti til dæmis lemúrahóp í Skansen-garðinum í Stokkhólmi um árið.

 

Það vildi svo til að annar blaðamaður Lemúrsins, undirritaður, var nýlega staddur í dýragarðinum í Prag í Tékklandi og honum til mikillar ánægju kom í ljós að garðurinn hafði að geyma lítinn hóp af hringrófu-lemúrum sem gestir gátu heimsótt og komist í návígi við. Hér má sjá nokkrar ljósmyndir úr heimsókninni.

 

1

 

2

 

3

 

4

 

5

 

6

Blaðamaður Lemúrsins kátur að hitta lemúra í fyrsta sinn.