Skömmu eftir innrás bandamanna í Normandí, þann 6. júní árið 1944, fór valdamesta fólkið innan bandarísku leyniþjónustunnar OSS, Office of Strategic Services, að velta fyrir sér þeim möguleika að kanslari Þýskalands, Adolf Hitler, kynni að flýja fyrir lok síðari heimsstyrjaldar.

 

Var brugðið á það ráð innan þessa forvera leyniþjónustunnar CIA að fá förðunarmeistara frá New York, Eddie Senz að nafni, til að vinna með andlitsmynd af foringjanum og bregða andliti hans í nokkur dulargervi. Þannig væri með betra móti hægt að bera kennsl á Hitler, hefði hann flúið.

 

Að lokum reyndist ekki nauðsynlegt að nota myndirnar. Hitler féll fyrir eigin hendi þann 30. apríl árið 1945 og náði aldrei að flýja. Eða hvað?

 

Hafi Hitler tekist að flýja, gæti hann hafa laumað sér út fyrir Þýskaland í einhverju þessarra dulargerva.

 

hitler

Það er ekki laust við að myndir 2 og 3 minni á íslenska stjórnmálamenn sem hafa gegnt ráðherraembættum á þessari öld.

 

 

hitler2

Á mynd númer 6 er Hitler eins og tvífari bandaríska leikarans Jeffreys Tambors, sem margir kannast við sem George Bluth Sr. í þáttaröðinni Arrested Development.

 

-via Rare Historical Photos.