Vídjó

Árin 1970 og 1971 komu út hljómplötur hjá Fálkanum með lestri Þórbergs Þórðarsonar á ýmsum verkum sínum.

 

Hlustið hér fyrir ofan á Þórberg lesa með sinni bráðskemmtilegu og sérstæðu frásagnarlist. Í þessari klippu les hann ýmis kvæði. Fyrsta kvæðið „Ég er aumingi“ raular hann reyndar, með frábærum tilþrifum.

 

Hér les Þórbergur innganginn að bókinni Íslenzkur aðall:

Vídjó

 

„Ég er aumingi“ eftir Þórberg Þórðarson

 

Ég er mikið mæðugrey
má því sáran gráta-
af því forðum ungri mey
unni ég fram úr máta

thorbergur

Þórbergur Þórðarsson (1889-1974).

 

Aldrei sé ég aftur þá
sem unni’eg í bernskuhögum.
Bakvið fjöllin blá og há
bíður hún öllum dögum

 

Ef ég kæmist eitthvert sinn
yfir í fjallasalinn
svifi ég til þín, svanni minn
með sólskin niðrí dalinn.

 

En ef ég kemst nú ekki fet
elskulega Stína
eg skal eta eins og ket
endurminning þína.