Langt fram á 20. öld var Frakkland nýlenduveldi og réði um tíma yfir megninu af Norðvestur-Afríku, þar sem nú eru m.a. ríkin Mali, Chad, Gabon, Fílabeinsströndin, Mið-Afríkulýðveldið, Máritanía og Senegal. Upp úr 1950 fengu mörg þessi ríki sjálfstæði en frönsk afskipti héldu áfram á bak við tjöldin. Fyrir tilstilli Frakka komust hlýðnir einræðisherrar til valda sem tryggðu Frakklandi áframhaldandi aðgang að auðlindum Afríku.

Fyrrum nýlendur Frakka í Afríku.

Fyrrum nýlendur Frakka í Afríku.

 

Al-Jazeera heimildarþættirnir The French African Connection segja frá þessum afskiptum og útlista spillingu, morð, og vopnasmygl frönsku leyniþjónustunnar í Afríku yfir margra áratuga tímabil. Hér er á ferðinni vandlega unnið heimildarefni sem geymir merkilegar gamlar fréttaklippur og ítarleg viðtöl við helstu flugumenn Frakka í Afríku gegnum árin. Þættirnir fjalla einnig um Elf-málið svokallaða, þar sem Eva Joly kom upp um gríðarlega spillingu hjá franska ríkisolíurisanum, en hann hafði þá mikilla hagsmuna að gæta í Afríku.

 

Heimildarþættirnir eru þrír og eru 45 mínútur að lengd:

 

Vídjó