Vídjó

Þöglumyndaleikarinn Elmo Lincoln fór með titilhlutverkið í fyrstu kvikmyndinni um Tarzan sem gerð var árið 1918. Nokkrum áratugum síðar kom hann fram í sjónvarpsþætti og lék öskrið úr myndinni eftir. En nú var hljóðið komið til sögunnar og öskrið reyndist afar veikt.

 

Lincoln var einn þeirra leikara sem misstu fótanna eftir að hljóðið kom til sögunnar. Þegar þöglatímanum lauk fékk hann ekki vinnu lengur í Hollywood, nema sem aukaleikari og vann meðal annars fyrir sér sem námumaður. Óskarsverðlaunamyndin The Artist frá 2011 fjallaði um örlög slíkra leikara.