Hinn 22. mars 1895 stóðu hinir frönsku Lumière-bræður að fyrstu kvikmyndasýningu sögunnar. Fyrsta kvikmyndin sem heimurinn sá var hvorki löng né með flókinn söguþráð því hún sýndi nokkra verkamenn fyrir utan verksmiðju þeirra bræðra. En fleiri myndir fylgdu í kjölfarið og kvikmyndalistin varð til.