Predator eða Rándýrið kom út árið 1987 og sló í gegn. Arnold Schwarzenegger lék foringja harðsvíraðs hóps bandarískra hermanna í frumskógum Mið-Ameríku sem rekast á ægilegt rándýr sem ættað er í fjarlægu sólkerfi. En hver lék þetta rándýr?
Hann hét Kevin Peter Hall og var, þrátt fyrir að hafa leikið hinn óhuggulega geimkarl, mikill ljúflingur að sögn þeirra sem unnu með honum. Hann þótti þolinmóður við tökur á Predator, kvartaði aldrei þrátt fyrir að þurfa að vera í hinum óþægilega búningi tímunum saman.
Hall lést úr eyðni aðeins 35 ára gamall en hann hafði fengið smitað blóð við blóðgjöf. Hann lék Predator aftur í framhaldsmyndinni Predator 2.
Upphaflega stóð til að Belgíumaðurinn Jean-Claude Van Damme léki rándýrið. Hann mátaði búninginn og lék í nokkrum senum áður en horfið var frá því að hann færi með hlutverkið.
Kevin Peter Hall lék the ugly motherf*****: