Chileski listamaðurinn Victor Jara var pyntaður og myrtur af hersveitum Pinochets við valdaránið í Chile 11. september 1973. Hann söng baráttusönginn Manifiesto (Stefnuyfirlýsingu), fallegt lag sem sungið er víða í heiminum ár hvert til að minnast Jara.

 

Og stjórinn Bruce Springsteen lét ekki sitt eftir liggja í september sem leið, en þá voru 40 ár liðin frá valdaráninu, eins og margir muna. Bruce söng Manifiesto á tónleikum í Santiago og kynnir lagið með stuttri ræðu á spænsku. „Ef þú ert tónlistarmaður sem hefur áhuga á stjórnmálum er Victor Jara enn mikil fyrirmynd. Það er mikill heiður að vera hér. Victor Jara lifir!“ segir hann. Góður spænskumaður greinilega.

 

Horfið hér:

 

Aðeins viku síðar var Bruce Springsteen kominn til Sao Paulo í Brasilíu og tók þar lag á portúgölsku, Sociedade Alternativa, eftir brasilíska rokkarann Raul Seixas, sem lést árið 1989. Seixas er dáður af milljónum manna en hann hafði mikil áhrif á brasilískt tónlistarlíf með sérstökum stíl sínum.