Ljósmynd þessi sýnir síðustu opinberu aftökuna í Bandaríkjunum, en hún átti sér stað árið 1936 í bænum Owensboro í Kentucky-fylki.
Ungur blökkumaður, hinn 22 ára gamli Rainey Bethea, játaði á sig að hafa nauðgað, rænt og kyrkt til bana Elzu Edwards, auðuga hvíta ekkju á sjötugsaldri. Hann var í kjölfarið dæmdur til dauða og hengdur fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þann 14. ágúst 1936.
Hengingin vakti mikla athygli á landsvísu þar sem böðullinn, bóndi úr nágrenninu að nafni G. Phil Hanna, reyndist vera sauðdrukkinn við aftökuna. Auk þess höfðu nokkrar fyrri hengingar hans endað með ósköpum, mislukkast þegar reipið slitnaði. Allt gekk þó eftir með Bethea, og læknarnir úrskurðuðu að hann hefði látist samstundis við henginguna. Eftir þetta batt þó fjölmiðlafárið og opinber hneykslun enda á opinberar aftökur vestanhafs.