Rothschild-fjölskyldan er líklega ríkasta fjölskylda í heimi. Margir telja hana jafnvel svo ríka og volduga að hún stjórni í raun öllu sem hún stjórna vill, nema aðeins á bak við tjöldin.
Meðlimir Rothschild-fjölskyldunnar hafa í gegnum tíðina hangið með jafnt kóngafólki sem kvikmyndastjörnum og er mál manna að sæmilegt partý hjá Rothschild-fjölskyldunni sé líklega besta partý sem hvaða meðalmaður á eftir að sækja á lífsleiðinni.
Þann 12. desember árið 1972 bauð Marie-Hélène de Rothschild, eiginkona helsta erfingja Frakklandsarms Rothschild-veldisins Guy de Rothschild, til kvöldverðarboðs sem var einkar metnaðarfullt. Í Dîner de Têtes Surréaliste, eða kvöldverði súrrealísku höfðanna, kom fínasta og ríkasta fólk Parísarborgar. Og Salvador Dali var lykilmaður. Auðvitað!
Myndirnar af viðburðinum eru magnaðar!
Boðskortið var skrifað aftur á bak. Samsæriskenningarsmiðir hreinlega froðufella við tilhugsunina um allar satanísku tengingarnar sem það hefur í för með sér.
Matseðillinn er frekar súr. Þar er meðal annars að finna „Söguframvindu yndislegra líkamsleifa,“ „Geðveik hnýði“ og „ferskjur og geitaost sem öskra af sorg.“
Gestgjafarnir Guy og Marie-Hélène de Rothschild. Marie er með hjartarhöfuð, sem grætur demantstárum. Líklega satanískt tákn.
Marie-Hélène ásamt Baron Alexis de Redé, sem gekk með sérsmíðaða margandlita grímu. Andlitin eru byggð á verkinu La Jaconde, eða Monu Lisu. Höfundurinn var enginn annar en Salvador Dali.
Marie-Hélène ásamt þjónustufólkinu.
Alexis de Redé.
Alexis de Redé ásamt metnaðarfullum gesti.
Magnaðar grímur, sú til vinstri minnir um margt á „ávaxtalistaverk“ Guiseppe Arcimboldo – sem lemúrinn hefur fjallað um.
Ferriéres-kastali Rothschild-fjölskyldunnar í útverfi Parísar var baðaður rauðum og appelsínugulum hreyfanlegum ljósum – til að búa til þau hughrif að kastalinn stæði í ljósum logum.
Andlitsmálning sem minnir á listaverk belgíska snillingsins René Magritte.
Fuglabúr voru súrrealistum hugleikin.
Epli úr hugmyndasmiðju René Magritte.
Audrey Hepburn! Í fuglabúri!
Hélène Rochas með hand-grammafón á höfðinu og François-Marie Banier með, tja…
Barónessan af Thyssen-Bornemizza með tvö höfuð ásamt Guy Baguenault de Puchesse, ekki Robert Redford því miður.
Salvador Dali er svo mikið listaverk sjálfur að hann bar enga grímu.
Fullkomlega eðlilegt borðskraut.
Sérútbúnir diskar, hannaðir af Salvador Dali.
Marie-Hélène og Dali hjálpuðust að við að skreyta borðin.
Eftirrétturinn. Ferran Adria hefði ekki getað gert þetta betur.
Ólympískur andi sveif yfir borðum.
Öskubuska? Hver gleymdi skónum á borðinu?