Rothschild-fjölskyldan er líklega ríkasta fjölskylda í heimi. Margir telja hana jafnvel svo ríka og volduga að hún stjórni í raun öllu sem hún stjórna vill, nema aðeins á bak við tjöldin.

 

Meðlimir Rothschild-fjölskyldunnar hafa í gegnum tíðina hangið með jafnt kóngafólki sem kvikmyndastjörnum og er mál manna að sæmilegt partý hjá Rothschild-fjölskyldunni sé líklega besta partý sem hvaða meðalmaður á eftir að sækja á lífsleiðinni.

 

Þann 12. desember árið 1972 bauð Marie-Hélène de Rothschild, eiginkona helsta erfingja Frakklandsarms Rothschild-veldisins Guy de Rothschild, til kvöldverðarboðs sem var einkar metnaðarfullt. Í Dîner de Têtes Surréaliste, eða kvöldverði súrrealísku höfðanna, kom fínasta og ríkasta fólk Parísarborgar. Og Salvador Dali var lykilmaður. Auðvitað!

 

Myndirnar af viðburðinum eru magnaðar!

 

rothschild-02

Boðskortið var skrifað aftur á bak. Samsæriskenningarsmiðir hreinlega froðufella við tilhugsunina um allar satanísku tengingarnar sem það hefur í för með sér.

 

rothschild-03

Matseðillinn er frekar súr. Þar er meðal annars að finna „Söguframvindu yndislegra líkamsleifa,“ „Geðveik hnýði“ og „ferskjur og geitaost sem öskra af sorg.“

 

rothschild-05

Gestgjafarnir Guy og Marie-Hélène de Rothschild. Marie er með hjartarhöfuð, sem grætur demantstárum. Líklega satanískt tákn.

 

rothschild-06

Marie-Hélène ásamt Baron Alexis de Redé, sem gekk með sérsmíðaða margandlita grímu. Andlitin eru byggð á verkinu La Jaconde, eða Monu Lisu. Höfundurinn var enginn annar en Salvador Dali.

 

rothschild-08

Marie-Hélène ásamt þjónustufólkinu.

 

rothschild-09

Alexis de Redé.

 

rothschild-10

Alexis de Redé ásamt metnaðarfullum gesti.

 

rothschild-11

rothschild-12

Magnaðar grímur, sú til vinstri minnir um margt á „ávaxtalistaverk“ Guiseppe Arcimboldo – sem lemúrinn hefur fjallað um.

 

rothschild-04

Ferriéres-kastali Rothschild-fjölskyldunnar í útverfi Parísar var baðaður rauðum og appelsínugulum hreyfanlegum ljósum – til að búa til þau hughrif að kastalinn stæði í ljósum logum.

 

rothschild-13

Andlitsmálning sem minnir á listaverk belgíska snillingsins René Magritte.

 

rothschild-14

Fuglabúr voru súrrealistum hugleikin.

 

rothschild-15

Epli úr hugmyndasmiðju René Magritte.

 

rothschild-16

Audrey Hepburn! Í fuglabúri!

 

rothschild-17

Hélène Rochas með hand-grammafón á höfðinu og François-Marie Banier með, tja…

 

rothschild-18

Barónessan af Thyssen-Bornemizza með tvö höfuð ásamt Guy Baguenault de Puchesse, ekki Robert Redford því miður.

 

rothschild-19

Salvador Dali er svo mikið listaverk sjálfur að hann bar enga grímu.

 

rothschild-20

Fullkomlega eðlilegt borðskraut.

 

rothschild-21

Sérútbúnir diskar, hannaðir af Salvador Dali.

 

rothschild-22

rothschild-23

Marie-Hélène og Dali hjálpuðust að við að skreyta borðin.

 

rothschild-24

Eftirrétturinn. Ferran Adria hefði ekki getað gert þetta betur.

 

rothschild-25

Ólympískur andi sveif yfir borðum.

 

rothschild-26

Öskubuska? Hver gleymdi skónum á borðinu?