Árið 1929 voru framandi dýr sýnd á Austurvelli. Þetta voru sjö sauðnautakálfar sem íslenskir veiðimenn höfðu fangað á Norðaustur-Grænlandi. Kálfarnir áttu ekki eftir að eiga hamingjusama ævi á Íslandi. Lemúrinn, nýr útvarpsþáttur á Rás eitt, segir þá miklu sorgarsögu sem íslensk sauðnautasaga er.

 

Hlustið hér á þáttinn.

Lemúrinn er í umsjá Helga Hrafns Guðmundssonar og Veru Illugadóttur, ritstjóra Lemúrsins.is. Í þessum fyrsta þætti er einnig sagt frá lemúrum, dýrunum sem þátturinn og vefsíðan draga nafn sitt af, sem og argentínska rithöfundinum Jorge Luis Borges og bók hans um furðuskepnur. Námufuglinn, axarskaftshundurinn og fiskurinn með hundrað höfuð eru meðal þeirra sem þar koma við sögu.