Hjólabretti eru engin tískubóla. Að renna sér á bretti getur reyndar verið allt frá listformi, til aðferðar til að koma sér ögn hraðar en fótgangandi frá stað A til B. Ekki er með öllu víst hvenær fólk hóf að renna sér á bretti og ekki heldur hvert má rekja upphaf iðjunnar.

 

Ein kenningin er sú að brimbrettafólk í Kaliforníu hafi ákveðið að líma hjól á bretti á 5. áratug síðustu aldar, til að stemma stigu við verstu fráhvarfseinkennum brimsins – þ.e. þegar það var ekkert brim. Önnur saga greinir frá börnum í Montmartre í norðurhluta Parísar, sem hafi verið búin að uppgvöta þessa snilld árið 1944, í þann mund sem bandamenn ráku nasista frá borg ástarinnar.

 

Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og mikil þróun átt sér stað innan íþróttarinnar/samgöngumátans/listformsins.

 

Hér má í öllu falli sjá mismunandi frægt og mismunandi svalt fólk renna sér á bretti.

 

hjolabretti

Pete Townshend gítarleikari The Who rennir sér á bretti. Engin töfrarúta í þetta skipti.

 

hjolabretti2

Brooke Shields blæs tyggjókúlu með rassinn á brettinu. Hei, Brooke. You’re doing it wrong.

 

hjolabretti3

Katherine Hepburn var annáluð hjólabrettakona. Sem sést á þessum töktum. Þvílík kona!

 

hjolabretti4

„Chuck Norris gengur ekki með úr. Hann ákveður sjálfur hvað klukkan slær.“

 

hjolabretti5

Sjónvarpsleikkonan Valerie Bertinelli heimsækir Lundúnir á bretti. Eina leiðin.

 

hjolabretti6

Michael Jackson hefur sennilega verið betri að gera „moonwalk.“

 

hjolabretti7

 

Jpdie Foster ©Archivio Publifoto/Olycom

 

hjolabretti9

Henry Rollins, goðsögn úr hljómsveitinni Black Flag, hefur alltaf farið sínar eigin leiðir.

 

hjolabretti10

hjólabretti10
Ian MacKaye, vinur Rollins, er ekki síðri. Bandarískir pönkarar eru miklir vinir hjólabrettisins.

 

hjolabretti11

John Lennon á bretti og sýnir tvö V-merki. Einungis eitt slíkt merki myndi tákna eitthvað á borð við „hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Hvað þá tvö?

 

-via Dangerous Minds.