Hjólabretti eru engin tískubóla. Að renna sér á bretti getur reyndar verið allt frá listformi, til aðferðar til að koma sér ögn hraðar en fótgangandi frá stað A til B. Ekki er með öllu víst hvenær fólk hóf að renna sér á bretti og ekki heldur hvert má rekja upphaf iðjunnar.
Ein kenningin er sú að brimbrettafólk í Kaliforníu hafi ákveðið að líma hjól á bretti á 5. áratug síðustu aldar, til að stemma stigu við verstu fráhvarfseinkennum brimsins – þ.e. þegar það var ekkert brim. Önnur saga greinir frá börnum í Montmartre í norðurhluta Parísar, sem hafi verið búin að uppgvöta þessa snilld árið 1944, í þann mund sem bandamenn ráku nasista frá borg ástarinnar.
Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og mikil þróun átt sér stað innan íþróttarinnar/samgöngumátans/listformsins.
Hér má í öllu falli sjá mismunandi frægt og mismunandi svalt fólk renna sér á bretti.
-via Dangerous Minds.