Vídjó

Bandaríska heimildarþáttaröðin The Prize (1992) segir sögu olíuiðnaðarins frá upphafi olíuvinnslu á 19. öld fram til dagsins í dag. Þættirnir voru gerðir af sjónvarpsstöðinni PBS og eru byggðir á bók Daniels Yergin, The Prize: The Epic Quest for Oil, Money and Power, en hún hlaut Pulitzer-verðlaun árið 1990.

 

Í þáttunum er farið í saumana á ævintýralegri þróun olíugeirans gegnum tíðina og greint frá þeim litríku mönnum sem urðu gríðarlega auðugir af „svarta gullinu“. Meðal þeirra teljast Standard Oil auðkýfingurinn John D. Rockefeller, og Nóbel-bræðurnir frægu, Alfred, Ludvig og Robert, sem urðu milljónamæringar af olíuvinnslu í Baku.