Sumarið 1969 hefur löngum verið kennt við sumarið sem tónlistarhátíðin Woodstock setti allt á annan endann á austurströnd Bandaríkjanna. En í lok júlí sama ár hófst Menningarhátíð Harlem, Harlem Cultural Festival, í þessu fornfræga hverfi á norðanverðri Manhattan-eyju í New York.
Hátíðinni, sem stóð yfir í einn mánuð, var ætlað að þjappa þeldökkum íbúum New York-borgar saman. Árið 1968 hafði blökkumannaleiðtoginn Dr. Martin Luther King verið myrtur og þá áttu sér einnig stað óeirðir í Watts-hverfi Los Angeles en í því hverfi bjuggu að mestu blökkumenn. Því var brugðið á það ráð að sýna í verki, kraftinn og sköpunargleðina sem var einkennandi fyrir bæði Harlem-hverfið og þeldökkt samfélag Bandaríkjanna.
Hátíðin hefur stundum gengið undir nafninu „Þeldökka Woodstock-hátíðin“ eða Black Woodstock. Á hátíðinni komu enda fram margir af svölustu og bestu þeldökku tónlistarmönnum Bandaríkjanna. Þar á meðal voru Sly and the Family Stone (sem komu reyndar einnig fram á Woodstock), Stevie Wonder og hin goðsagnarkennda og ofursvala Nina Simone.
Nina er einstakur listamaður eins og hér má sjá, þar sem hún spilar á Menningarhátíð Harlem.
„I Am Everyday People“, sungu Sly and the Family Stone og hvöttu fólk til að standa saman.
-via Voices of East Anglia.