Þetta lag varð geysilega vinsælt í Japan í kjölfar vinsælda Star Wars-myndanna. Þetta er Star Wars-tónlistin eftir John Williams í diskóbúningi með japönskum texta sem söngvarinn Masato Shimon syngur, en hann er nokkuð þekktur í Japan fyrir að syngja þemalög teiknimyndaþátta þar í landi.
En lagið er hins vegar stolið frá hljómsveitinni Meco sem gaf út plötuna Star Wars and Other Galactic Funk árið 1977. Fyrsta Star Wars-myndin kom út í miðju diskóæðinu og þessi hljómsveit tók sig til og útsetti ýmis lög og stef úr myndinni í diskóstíl. Lagið „Star Wars Theme/Cantina Band“ komst í fyrsta sæti Billboard Hot 100 listans árið 1977.
Svona er textinn í japanska laginu eftir því sem Lemúrinn kemst næst:
Stjörnu… Stríð!
Stjörnu… Stríð!
Stjörnu… Stríð!
Stjörnu… Stríð!
Langt, langt í burtu, handan vetrarbrautarinnar
Lýsa logar réttlætisins næturhimininn
Til að vernda friðinn í geimnum þarf að sigra Svarthöfða
Leysigeislar, rauður eldur
Geimurinn er í vanda staddur! Nú er tækifærið!