Fyrir ekki svo löngu síðan var vinsælasta miðlunarform á hljóðrituðu efni vínylplatan. Plastið, geisladiskurinn, leysti hana síðan af hólmi um skamma hríð – en í dag má fullyrða að vínylplatan er aftur í mikilli sókn.

 

Þegar vínylplatan réði hins vegar lögum og lofum mátti sjá mikla grósku, hugmyndaauðgi og sköpunarkraft við hönnun plötuspilaranna sem voru auðvitað nauðsynlegir (og eru enn) til að njóta vínylsins. Hér má sjá nokkur glæsileg dæmi um framúrskarandi hönnun á þessu mikla þarfaþingi sem plötuspilarinn var… og er.

 

plötuspilari1

Sound Burger spilarinn var handhægur ferðaplötuspilari, eins konar Walkman síns tíma.

plötuspilari4

Galaxy-plötuspilarinn gat spilað fjórar 7 tommu plötur hverja á eftir annarri.

 

plötuspilari3

Breska fyrirtækið His Masters Voice bauð upp á þennan ferðaspilara.

 

plötuspilari2

Þessi ítalska verslun bauð viðskiptavinum 20 fríar plötur með hverjum seldum ferðaplötuspilara. Góður díll.

 

 

plötuspilari5

Það styrkir sambandið að hlusta á góðar plötur.

 

 

plötuspilari9

Clarville, frönsk og stílhrein hönnun.

 

plötuspilari8

Geislaspilarar í bíla hvað? Plymouth og DeSoto-bifreiðar buðu upp á plötuspilara sem líktist helst glymskratta og gat spilað 7 tommu plötur í tvo tíma samfleytt.

 

 

plötuspilari7

Sonora-spilarinn var dálítið þungur í vöfum, en bauð upp á margar stillingar.

 

 

plötuspilari6

Þessir pikknikk-plötuspilarar frá franska fyrirtækinu Teppaz eru hreint yndislegir. Takið eftir köflóttu klæðningunni. Frábært!

plötuspilari10

Karlrembuauglýsingar voru þá, líkt og nú, í tísku. Má ekki fara að breyta því?

 

 

plötuspilari11

Hollenska fyrirtækið Philips hefur alltaf verið í fremstu röð. Flott litaval í auglýsingunni.

 

 

plötuspilari12

Þessi Ultra-spilari virðist undir hönnunaráhrifum frá Bang & Olufsen, eða ef til vill stálu Danirnir frá Ultra?

 

 

plötuspilari13

Rabco býður upp á fullkomið sánd.

 

 

plötuspilari17

Þessi Pack Son 22 spilari virðist afar handhægur og hefur verið byltingarkenndur á sínum tíma.

 

 

plötuspilari16

Það er greinilega best að nota Pioneer-plötuspilara til að hlusta á Blood, Sweat & Tears.

 

 

plötuspilari15

Fisher-spilarar þóttu hágæðavara og með því allra flottasta.

 

 

plötuspilari14

Teppaz sýnir hvernig á að gera þetta.

plötuspilari18

Hugmyndaauðgi auglýsinga við Madison Avenue. Fylgir þessi unga kona með plötuspilaranum?

 

 

plötuspilari19

Þetta „boombox“ er fullkomlega tryllt. Sjálfvirkur plötuspilari! Þetta væri kjörið á körfuboltavöllinn.

 

 

plötuspilari20

SL-spilarar frá Technics eru vinsælir enn þann dag í dag.

 

 

plötuspilari21

Technics gerðu líka ferðaspilara.

-via Voices of East Anglia.