Vídjó

Jóhann K. Pétursson Svarfdælingur (1913-1984) sést hér hjálpa dönskum listamönnum að hengja upp málverk. Jóhann var sem kunnugt er stærsti Íslendingur sem sögur fara af, 2,34 m á hæð. Hann starfaði áratugum saman við sirkussýningar og kvikmyndaleik, fyrst í Kaupmannahöfn – þar sem hann festist á stríðsárunum – og síðar í Bandaríkjunum þar sem hann bjó meirihluta ævinnar.

Jóhann með Kristjáni Eldjárn forseta.