Myndin sýnir þegar lögreglan í Chicago í Bandaríkjunum handtekur tvær konur fyrir að nota sundboli sem hylja ekki fótleggi eins og reglur um klæðaburð á baðstöðum sögðu til um. Árið var 1922.
Næsta ljósmynd var líka tekin á því herrans ári 1922. Baðstaður við Potomac-fljót í höfuðborg Bandaríkjanna. Dagurinn er 30. júní. Það er komið sumar og fólkið safnast saman til að njóta þess.
Bill Norton, lögreglumaður í Washington, mælir fjarlægðina á milli hnés og sundbols ungrar konu. Yfirvöld höfðu gefið út tilskipun um að baðföt mættu aldrei vera styttri en sex tommur fyrir ofan hnéð (15 sentímetrar).
(National Photo Co.)